Vandi vegna smálána eykst ár frá ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2019 08:02 Þróun á heildarfjölda umsókna um aðstoð UMS vegna fasteignalána annars vegar og vegna skyndilána hins vegar. UMS Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. Umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára fjölgaði mest á milli ára, fór úr 23 prósentum af öllum umsækjendum í 27,3 prósent. Alls fjölgaði umsækjendum sem óskuðu eftir aðstoð UMS um 6,5 prósent á árinu 2018 frá því sem var árið 2017. Alls bárust 1397 umsóknir árið 2018 samanborið við 1311 umsóknir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara. Þar segir að umboðsmaður hafi áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks sem er í vanda vegna þess að það hefur tekið skyndilán, sem einnig eru kölluð smálán í daglegu tali. UMS skilgreinir skyndilán sem lán sem eru tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum farsíma. „Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjónustu en einnig lán þar sem ákveðin fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Á árinu 2018 var hlutfall skyndilána 22% af heildar fjárskuldbindingu þessara einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni að enn skuli fjölga í hópi umsækjenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu UMS.Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum.UMSÍ tilkynningunni bendir umboðsmaður jafnframt á markaðssetningu skyndilána og hvernig henni er í auknum mæli beint að yngri kynslóðinni. Telur UMS að mikilvægt sé að kanna hvort ekki sé hægt að setja því einhverjar skorður hvernig skyndilán eru markaðssett og bendir í því samhengi á hvernig norsk stjórnvöld hafa brugðist við: „Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Markaðssetning skyndilána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kynslóðinni með áherslu á auðvelt aðgengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Benda má á að í Noregi hafa t.d. verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjónustu sem þessa,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir umboðsmaður jafnframt á mikilvægi þess að koma á fót miðlægum skuldagrunni og auka fræðslu um fjármál: „Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjónustuaðilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreindum afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið lánshæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag.Fræðsla um fjármál Dæmin sýna að þeir sem taka skyndilán eru í meiri áhættu að lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Tryggja þarf að einstaklingar hafi forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Með samvinnu mennta- og velferðarkerfis, fjármálafyrirtækja og fleiri aðila þarf að tryggja samræmda fjármálafræðslu barna og ungmenna og það þarf að byrja snemma. Sameiginlegt markmið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir á bakinu. Síðustu misseri hefur Umboðsmaður skuldara lagt aukna áherslu á fræðslumál og útgáfu fræðsluefnis og einn liður í því er ný vefsíða embættisins sem opnuð verður í dag 25. mars. Á vefsíðunni er auk upplýsinga um þjónustu embættisins að finna ýmsan fróðleik um fjármál einstaklinga.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45 Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. Umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára fjölgaði mest á milli ára, fór úr 23 prósentum af öllum umsækjendum í 27,3 prósent. Alls fjölgaði umsækjendum sem óskuðu eftir aðstoð UMS um 6,5 prósent á árinu 2018 frá því sem var árið 2017. Alls bárust 1397 umsóknir árið 2018 samanborið við 1311 umsóknir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara. Þar segir að umboðsmaður hafi áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks sem er í vanda vegna þess að það hefur tekið skyndilán, sem einnig eru kölluð smálán í daglegu tali. UMS skilgreinir skyndilán sem lán sem eru tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum farsíma. „Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjónustu en einnig lán þar sem ákveðin fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Á árinu 2018 var hlutfall skyndilána 22% af heildar fjárskuldbindingu þessara einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni að enn skuli fjölga í hópi umsækjenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu UMS.Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum.UMSÍ tilkynningunni bendir umboðsmaður jafnframt á markaðssetningu skyndilána og hvernig henni er í auknum mæli beint að yngri kynslóðinni. Telur UMS að mikilvægt sé að kanna hvort ekki sé hægt að setja því einhverjar skorður hvernig skyndilán eru markaðssett og bendir í því samhengi á hvernig norsk stjórnvöld hafa brugðist við: „Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Markaðssetning skyndilána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kynslóðinni með áherslu á auðvelt aðgengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Benda má á að í Noregi hafa t.d. verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjónustu sem þessa,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir umboðsmaður jafnframt á mikilvægi þess að koma á fót miðlægum skuldagrunni og auka fræðslu um fjármál: „Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjónustuaðilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreindum afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið lánshæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag.Fræðsla um fjármál Dæmin sýna að þeir sem taka skyndilán eru í meiri áhættu að lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Tryggja þarf að einstaklingar hafi forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Með samvinnu mennta- og velferðarkerfis, fjármálafyrirtækja og fleiri aðila þarf að tryggja samræmda fjármálafræðslu barna og ungmenna og það þarf að byrja snemma. Sameiginlegt markmið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir á bakinu. Síðustu misseri hefur Umboðsmaður skuldara lagt aukna áherslu á fræðslumál og útgáfu fræðsluefnis og einn liður í því er ný vefsíða embættisins sem opnuð verður í dag 25. mars. Á vefsíðunni er auk upplýsinga um þjónustu embættisins að finna ýmsan fróðleik um fjármál einstaklinga.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45 Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45
Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49
Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45