Leiðakerfi Strætó breytist á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. mars 2019 10:18 vísir/vilhelm Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019. Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019.
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira