Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 11:13 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag. Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag.
Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42