Innlent

Alþingi notaði 539.500 pappírsblöð á síðasta ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Unnið er markvisst að því að minnka pappírsnotkun á Alþingi
Unnið er markvisst að því að minnka pappírsnotkun á Alþingi Vísir/Vilhelm
Alls voru 539.500 pappírsblöð notuð á Alþingi á síðasta ári að því er fram kemur í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hversu mikill pappír er notaður á Alþingi.

Í svari forseta kemur fram að pappírsnotkun hafi minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum, til að mynda séu fundargögn á nefndafundum ekki lengur prentuð út heldur séu þau aðgengileg rafrænt.

Þá sé leitast við að prenta ekki út efni að óþörfu, prenturum hafi verið fækkað og notendur hvattir til að prenta báðum mengin á blöðin til að spara pappír.

Heildarkostnaður við pappírnotkun Alþingis á síðasta ári var 955.558 krónur. Alls var notast við 432 þúsund A4 hvít ljósritunarblöð, 50 þúsund B5 pappírsblö, 55 þúsund B4 pappírsblöð og 2.500 A3 pappírsblöð.

Svar forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×