Skipunartími sýslumannsins rennur sitt skeið um næstu áramót Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2019 06:01 Þórólfur Halldórsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna lögbannsins. Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015. Nokkur styr hefur staðið um sýslumanninn, sem samþykkti beiðni Glitnis Holdco og lagði lögbann við fréttaflutningi Stundarinnar úr gögnum sem miðillinn hafði undir höndum af fjármálum og viðskiptum þáverandi forsætisráðherra landsins aðeins 12 dögum fyrir alþingiskosningarnar 2017. Lögbannið varði í rétt tæpt ár eða þar til dómur Landsréttar var kveðinn upp í október síðastliðnum. Lokadómur féll í Hæstarétti fyrir helgi og lögbanni og öllum öðrum kröfum Glitnis Holdco endanlega hafnað. Í dóminum kemur fram að lögbannið hafi verið sérstaklega íþyngjandi vegna þess hve stutt var til kosninga og umfjöllun miðlanna varðaði fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort staða Þórólfs verður auglýst, samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa ríkir einnig um hver muni gegna stöðu ráðherra þegar ákvörðun um auglýsingu og skipun í stöðuna verður tekin. Hyggist ráðherra auglýsa stöðuna ber að tilkynna sitjandi sýslumanni þá ákvörðun með sex mánaða fyrirvara, eða 1. júlí næstkomandi, Þá hafa forsvarsmenn Stundarinnar ekki tekið ákvörðun um hvort þeir höfða mál til heimtingar bóta vegna málsins. Fjallað er um rétt til bóta í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Ef gerðarþoli lögbanns er sýknaður í staðfestingarmáli um lögbann ber þeim sem krafðist lögbannsins að greiða honum bætur fyrir miska og fjártjón, þar á meðal fyrir spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja megi að lögbannsgerðin hafi valdið. Í slíku máli er heimilt að dæma skaðabætur að álitum, ef ljóst þykir að fjártjón hafi orðið en ekki sé unnt að sanna fjárhæð þess Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015. Nokkur styr hefur staðið um sýslumanninn, sem samþykkti beiðni Glitnis Holdco og lagði lögbann við fréttaflutningi Stundarinnar úr gögnum sem miðillinn hafði undir höndum af fjármálum og viðskiptum þáverandi forsætisráðherra landsins aðeins 12 dögum fyrir alþingiskosningarnar 2017. Lögbannið varði í rétt tæpt ár eða þar til dómur Landsréttar var kveðinn upp í október síðastliðnum. Lokadómur féll í Hæstarétti fyrir helgi og lögbanni og öllum öðrum kröfum Glitnis Holdco endanlega hafnað. Í dóminum kemur fram að lögbannið hafi verið sérstaklega íþyngjandi vegna þess hve stutt var til kosninga og umfjöllun miðlanna varðaði fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort staða Þórólfs verður auglýst, samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa ríkir einnig um hver muni gegna stöðu ráðherra þegar ákvörðun um auglýsingu og skipun í stöðuna verður tekin. Hyggist ráðherra auglýsa stöðuna ber að tilkynna sitjandi sýslumanni þá ákvörðun með sex mánaða fyrirvara, eða 1. júlí næstkomandi, Þá hafa forsvarsmenn Stundarinnar ekki tekið ákvörðun um hvort þeir höfða mál til heimtingar bóta vegna málsins. Fjallað er um rétt til bóta í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Ef gerðarþoli lögbanns er sýknaður í staðfestingarmáli um lögbann ber þeim sem krafðist lögbannsins að greiða honum bætur fyrir miska og fjártjón, þar á meðal fyrir spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja megi að lögbannsgerðin hafi valdið. Í slíku máli er heimilt að dæma skaðabætur að álitum, ef ljóst þykir að fjártjón hafi orðið en ekki sé unnt að sanna fjárhæð þess
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28
Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30