Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 10:34 Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Vísir/vilhelm Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43
Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30
Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46