Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13