Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 10:00 Gylfi Magnússon, formaður Bankaráðs Seðlabanka Íslands, sat fyrir svörum í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn var engan veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöftum, þegar þau voru lögð á „nánast fyrirvaralaust haustið 2008,“ að mati Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Það hafi að einhverju leyti skýrst af óburðugu regluverki, takmörkuðum fordæmum og lélegum undirbúningi. Allt hafi þetta leitt til vandræðagangs við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, með gríðarlegum samfélagslegum kostnaði að sögn Gylfa, sem sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.Sjá einnig: Bein útsending: Seðlabankastjóri kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndTilefnið var svokallað Samherjamál þar sem Seðlabankinn lagði fimmtán milljóna króna sekt á Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hæstiréttur dæmdi þá sekt ógilda í nóvember síðastliðnum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sat fundinn.Vísir/vilhelmGylfi sagði á fundinum í dag að gallarnir á refsiheimildum Seðlabankans hafi ekki blasað við í öllum „hamaganginum í upphafi.“ Engu að síður hafi höftin náð að tryggja nokkuð eðlileg gjaldeyrisviðskipti á árunum eftir hrun. „Þeir sem stóðu í eldlínunni við að verja gjaldeyrishöftin voru að vinna verkefni sem skipti sköpum fyrir þjóðarhag,“ sagði Gylfi en bætti við að ekki væri þó hægt að líta hjá því að mistök hafi verið gerð með alvarlegum afleiðingum, til að mynda í fyrrnefndu Samherjamáli. Seðlabankinn hafi því ákveðið að endurskoða stjórnsýslu sína og vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu, þannig að hægt verði að tryggja eðlilegri stjórnsýslu í sambærilegum málum í framtíðinni. Gylfi vildi þó árétta að þrátt fyrir góða undirbúningsvinnu hefði framkvæmd gjaldeyrishafta alltaf verið erfið í opnu hagkerfi.Fyrst og fremst sagnfræði Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokks, lék forvitni á að vita hvort Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafi misst traust bankaráðsins eftir framgöngu sína við framfylgd gjaldeyrishaftanna. Gylfi taldi það ótrúlegt og efaðist um að það myndi breytast þó að Samherja yrðu dæmdar háar skaðabætur vegna refsinga Seðlabankans. Það yrði heldur ekki hjá því litið að gjaldeyrishöftin væru ekki enn við lýði og því væru vangaveltur um hæfi Más því „fyrst og fremst sagnfræði“ á þessu stigi máls. Það muni ekki reyna á það hvort bankaráð treysti Má til að framfylgja gjaldeyrishöftum. Þar að auki sé skipunartími hans að renna út. Því yrði þó ekki neita að „gríðarlegur“ samfélagslegur kostnaður hafi hlotist af beitingu refsiheimilda Seðlabankans. Bankinn hafi til að mynda keypt aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga fyrir „himinháar upphæðir“ að sögn Gylfa, auk þess sem þeir sem hafi þurft að verjast aðgerðum Seðlabankans hafi þurft að kosta miklu til.Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/vilhelmÓþolandi leki til fjölmiðla Gylfi sagðist auk þess ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvernig það atvikaðist að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru viðstaddir þegar húsleit var gerð í húsakynnum Samherja. Einhver hafi líklega lekið þeim upplýsingum að slíkt stæði til, hver það gerði liggi þó ekki fyrir. Engin formleg rannsókn hafi verið framkvæmd til að leiða þann leka í ljós, enda þurfi líklega atbeina lögreglu ef það skal gert almennilega, að mati Gylfa. Húsleit sé gríðarlega íþyngjandi aðgerð og algjörlega óþolandi að fjölmiðlar hafi getað verið með nánast beina útsendingu frá slíkri aðgerð. Gylfi segist auk þess sjá kosti og galla við fyrirhugaða sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka, þrátt fyrir að Gylfi segist efast um að hann hefði sjálfur lagt til að ráðist yrði í sameininguna. Hann telur hættuna kannski helst þá að hin „mjög ólíku viðfangsefni“ stofnanna fari að flækjast fyrir hvoru öðru, þ.e. að efnahagsstjórn Seðalbankans færi að flækjast fyrir eftirlitshlutverki hans og beitingu refsiheimilda, og öfugt. Ekki sé þó útilokað að hægt sé að haga stjórnsýslu bankans þannig að þetta geti gengið upp að mati Gylfa.Már Guðmundsson, seðlabankstjóri, mun sitja fyrir svörum á eftir. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hér. Alþingi Íslenska krónan Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum. 11. mars 2019 06:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Sjá meira
Seðlabankinn var engan veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöftum, þegar þau voru lögð á „nánast fyrirvaralaust haustið 2008,“ að mati Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Það hafi að einhverju leyti skýrst af óburðugu regluverki, takmörkuðum fordæmum og lélegum undirbúningi. Allt hafi þetta leitt til vandræðagangs við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, með gríðarlegum samfélagslegum kostnaði að sögn Gylfa, sem sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.Sjá einnig: Bein útsending: Seðlabankastjóri kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndTilefnið var svokallað Samherjamál þar sem Seðlabankinn lagði fimmtán milljóna króna sekt á Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hæstiréttur dæmdi þá sekt ógilda í nóvember síðastliðnum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sat fundinn.Vísir/vilhelmGylfi sagði á fundinum í dag að gallarnir á refsiheimildum Seðlabankans hafi ekki blasað við í öllum „hamaganginum í upphafi.“ Engu að síður hafi höftin náð að tryggja nokkuð eðlileg gjaldeyrisviðskipti á árunum eftir hrun. „Þeir sem stóðu í eldlínunni við að verja gjaldeyrishöftin voru að vinna verkefni sem skipti sköpum fyrir þjóðarhag,“ sagði Gylfi en bætti við að ekki væri þó hægt að líta hjá því að mistök hafi verið gerð með alvarlegum afleiðingum, til að mynda í fyrrnefndu Samherjamáli. Seðlabankinn hafi því ákveðið að endurskoða stjórnsýslu sína og vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu, þannig að hægt verði að tryggja eðlilegri stjórnsýslu í sambærilegum málum í framtíðinni. Gylfi vildi þó árétta að þrátt fyrir góða undirbúningsvinnu hefði framkvæmd gjaldeyrishafta alltaf verið erfið í opnu hagkerfi.Fyrst og fremst sagnfræði Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokks, lék forvitni á að vita hvort Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafi misst traust bankaráðsins eftir framgöngu sína við framfylgd gjaldeyrishaftanna. Gylfi taldi það ótrúlegt og efaðist um að það myndi breytast þó að Samherja yrðu dæmdar háar skaðabætur vegna refsinga Seðlabankans. Það yrði heldur ekki hjá því litið að gjaldeyrishöftin væru ekki enn við lýði og því væru vangaveltur um hæfi Más því „fyrst og fremst sagnfræði“ á þessu stigi máls. Það muni ekki reyna á það hvort bankaráð treysti Má til að framfylgja gjaldeyrishöftum. Þar að auki sé skipunartími hans að renna út. Því yrði þó ekki neita að „gríðarlegur“ samfélagslegur kostnaður hafi hlotist af beitingu refsiheimilda Seðlabankans. Bankinn hafi til að mynda keypt aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga fyrir „himinháar upphæðir“ að sögn Gylfa, auk þess sem þeir sem hafi þurft að verjast aðgerðum Seðlabankans hafi þurft að kosta miklu til.Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/vilhelmÓþolandi leki til fjölmiðla Gylfi sagðist auk þess ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvernig það atvikaðist að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru viðstaddir þegar húsleit var gerð í húsakynnum Samherja. Einhver hafi líklega lekið þeim upplýsingum að slíkt stæði til, hver það gerði liggi þó ekki fyrir. Engin formleg rannsókn hafi verið framkvæmd til að leiða þann leka í ljós, enda þurfi líklega atbeina lögreglu ef það skal gert almennilega, að mati Gylfa. Húsleit sé gríðarlega íþyngjandi aðgerð og algjörlega óþolandi að fjölmiðlar hafi getað verið með nánast beina útsendingu frá slíkri aðgerð. Gylfi segist auk þess sjá kosti og galla við fyrirhugaða sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka, þrátt fyrir að Gylfi segist efast um að hann hefði sjálfur lagt til að ráðist yrði í sameininguna. Hann telur hættuna kannski helst þá að hin „mjög ólíku viðfangsefni“ stofnanna fari að flækjast fyrir hvoru öðru, þ.e. að efnahagsstjórn Seðalbankans færi að flækjast fyrir eftirlitshlutverki hans og beitingu refsiheimilda, og öfugt. Ekki sé þó útilokað að hægt sé að haga stjórnsýslu bankans þannig að þetta geti gengið upp að mati Gylfa.Már Guðmundsson, seðlabankstjóri, mun sitja fyrir svörum á eftir. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hér.
Alþingi Íslenska krónan Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum. 11. mars 2019 06:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Sjá meira
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44
Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum. 11. mars 2019 06:15
Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47