Um kapítalísk skrímsli Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir: „Þau sem reyna að halda því fram að vinnuaflið sé svo ógeðslega undirsett auðvaldinu að vitfirringsháttur kapítalista leiði óumflýjanlega til frekari kúgunnar gera ekkert nema að opinbera andlýðræðislega afstöðu gagnvart samfélaginu; sum eiga alltaf að sætta sig við að fá aldrei nóg á meðan önnur komast upp með hvað sem er. Það er óásættanleg afstaða.”Það er nú það. Mig langar að segja ykkur litla sögu af góðri vinkonu minni. Hún ólst upp úti á landi, gekk hinn hefðbundna menntaveg. Fékk reyndar þá góðu forgjöf, að foreldrar hennar ráku lítið fjölskyldufyrirtæki – þannig að hún lærði snemma að ekkert fæst fyrir ekki neitt og til þess að ná árangri þarf að leggja á sig ómælda vinnu og ýmsar fórnir. Hún lærði sem sagt hvernig verðmætin verða til. Hún vann því alla tíð með skóla og auðvitað öll sumur. Eftir stúdentspróf tók hún námslán og hélt til útlanda, þar sem hún stundaði háskólanám í fjögur ár og drýgði tekjurnar með allskonar íhlaupavinnu, m.a. á hótelum og veitingastöðum. Eftir að háskólanámi lauk fyrir rúmum 20 árum flutti vinkona mín heim til Íslands og ákvað í samvinnu við skólafélaga sinn að stofna lítið ferðaþjónustufyrirtæki. Hún tók bankalán fyrir lágmarksstofnkostnaði með veði í nýkeyptri fyrstu íbúð og fyrirtækið var fyrstu árin rekið við eldhússborðið heima hjá henni. Hún sinnti í upphafi öllum þeim verkefnum sem til féllu, hvort sem það voru samskipti við erlenda söluaðila, ferðir á næturnar út á flugvöll að taka á móti hópum eða að svara í síma allan sólarhringinn. Ekki voru innistæður fyrir digrum launagreiðslum fyrstu 5 árin eða svo, þannig að hún vann aukalega við kennslu á kvöldin og ýmiskonar tilfallandi verkefni á sínu sérsviði. Ekki þarf að taka það fram að sumarfrí eins og margir þekkja þau komu aldrei til greina. Árin liðu og með ómældri vinnu óx fyrirtækið og dafnaði. Það réð til sín einn starfsmann, sem er enn starfandi hjá fyrirtækinu og síðan bættust þeir við einn af öðrum. Í dag starfa þar u.þ.b. 10 starfsmenn í fullu starfi, sem flestir hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en 10 ár. Hún hefur verið heppin með starfsfólkið sitt og það hefur á ýmsan hátt tekið þátt í bæði niðursveiflum og uppsveiflum. Fyrir það er hún þakklát. Á þessum árum hefur ýmislegt gengið á og afkoma fyrirtækisins sveiflast mjög eftir þeim ytri aðstæðum sem hafa áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Stundum hefur fyrirtækið hagnast ágætlega en önnur ár hafa verið mögur og stundum verið mjög erfitt að láta enda ná saman. Laun eigandanna hafa tekið mark af því og vinkona mín hefur alltaf lagt áherslu á að greiða starfsmönnum sín laun á réttum tíma, hvað sem á hefur dunið og á undan sjálfri sér. Í dag er fyrirtækið orðið rótgróið en er eftir sem áður útsett fyrir sömu sveiflum og alla tíð og raunveruleikinn og samkeppnisstaðan sú að tiltölulega litlar breytingar á launakostnaði eða gengi íslensku krónunnar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Laun vinkonu minnar eru ágæt í dag, nokkuð vel yfir meðallaunum, en ef heildarlaunakostnaði væri deilt niður á öll árin 20 og allar vinnustundirnar, þá yrðu eflaust margir hissa. Sumarfrí koma eftir sem áður ekki til greina.Lítil fyrirtæki byggð upp af venjulegu, duglegu fólki Þessi dæmisaga gæti átt við nokkur þúsund lítil ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, en um 86% þeirra teljast til lítilla fyrirtækja – þ.e. þau eru með 10 starfsmenn eða færri. Eigendur þeirra eru venjulegt fólk sem með mikilli vinnu og ótal fórnum, bæði fjárhagslegum og öðrum, hefur byggt upp fyrirtæki sem skapa störf um allt land og verðmæti fyrir samfélagið. Ef engra manna og kvenna nyti við, sem tilbúin væru til að stökkva út í djúpu laugina, taka áhættu, vinna myrkranna á milli og bera ábyrgð allan sólarhringinn – hvar værum við stödd þá? Hvaðan koma tekjur hins opinbera, til að reka samfélagið? Ég fyrir hönd þessa fólks fordæmi það því algjörlega að það sé kallað „auðvald“ og „kapítalistar“, sem hugsa ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku og sé algjörlega sama um starfsfólk sitt. Kallað glæpamenn ef fyrirtæki þess leyfa sér að skila hagnaði og aumingjar og fjárglæframenn, ef miður gengur. Þessi orðræða er úr tengslum við allan íslenskan raunveruleika og dæmir sig að lokum sjálf. Það eru allir sammála um það að bæta þurfi hag þeirra sem verst standa í samfélaginu, en svona uppstillingar á svörtu og hvítu og staðlausar ásakanir eru ekki að gera neinum gagn, síst af öllu umbjóðendum þeirra sem þannig tala. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir: „Þau sem reyna að halda því fram að vinnuaflið sé svo ógeðslega undirsett auðvaldinu að vitfirringsháttur kapítalista leiði óumflýjanlega til frekari kúgunnar gera ekkert nema að opinbera andlýðræðislega afstöðu gagnvart samfélaginu; sum eiga alltaf að sætta sig við að fá aldrei nóg á meðan önnur komast upp með hvað sem er. Það er óásættanleg afstaða.”Það er nú það. Mig langar að segja ykkur litla sögu af góðri vinkonu minni. Hún ólst upp úti á landi, gekk hinn hefðbundna menntaveg. Fékk reyndar þá góðu forgjöf, að foreldrar hennar ráku lítið fjölskyldufyrirtæki – þannig að hún lærði snemma að ekkert fæst fyrir ekki neitt og til þess að ná árangri þarf að leggja á sig ómælda vinnu og ýmsar fórnir. Hún lærði sem sagt hvernig verðmætin verða til. Hún vann því alla tíð með skóla og auðvitað öll sumur. Eftir stúdentspróf tók hún námslán og hélt til útlanda, þar sem hún stundaði háskólanám í fjögur ár og drýgði tekjurnar með allskonar íhlaupavinnu, m.a. á hótelum og veitingastöðum. Eftir að háskólanámi lauk fyrir rúmum 20 árum flutti vinkona mín heim til Íslands og ákvað í samvinnu við skólafélaga sinn að stofna lítið ferðaþjónustufyrirtæki. Hún tók bankalán fyrir lágmarksstofnkostnaði með veði í nýkeyptri fyrstu íbúð og fyrirtækið var fyrstu árin rekið við eldhússborðið heima hjá henni. Hún sinnti í upphafi öllum þeim verkefnum sem til féllu, hvort sem það voru samskipti við erlenda söluaðila, ferðir á næturnar út á flugvöll að taka á móti hópum eða að svara í síma allan sólarhringinn. Ekki voru innistæður fyrir digrum launagreiðslum fyrstu 5 árin eða svo, þannig að hún vann aukalega við kennslu á kvöldin og ýmiskonar tilfallandi verkefni á sínu sérsviði. Ekki þarf að taka það fram að sumarfrí eins og margir þekkja þau komu aldrei til greina. Árin liðu og með ómældri vinnu óx fyrirtækið og dafnaði. Það réð til sín einn starfsmann, sem er enn starfandi hjá fyrirtækinu og síðan bættust þeir við einn af öðrum. Í dag starfa þar u.þ.b. 10 starfsmenn í fullu starfi, sem flestir hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en 10 ár. Hún hefur verið heppin með starfsfólkið sitt og það hefur á ýmsan hátt tekið þátt í bæði niðursveiflum og uppsveiflum. Fyrir það er hún þakklát. Á þessum árum hefur ýmislegt gengið á og afkoma fyrirtækisins sveiflast mjög eftir þeim ytri aðstæðum sem hafa áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Stundum hefur fyrirtækið hagnast ágætlega en önnur ár hafa verið mögur og stundum verið mjög erfitt að láta enda ná saman. Laun eigandanna hafa tekið mark af því og vinkona mín hefur alltaf lagt áherslu á að greiða starfsmönnum sín laun á réttum tíma, hvað sem á hefur dunið og á undan sjálfri sér. Í dag er fyrirtækið orðið rótgróið en er eftir sem áður útsett fyrir sömu sveiflum og alla tíð og raunveruleikinn og samkeppnisstaðan sú að tiltölulega litlar breytingar á launakostnaði eða gengi íslensku krónunnar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Laun vinkonu minnar eru ágæt í dag, nokkuð vel yfir meðallaunum, en ef heildarlaunakostnaði væri deilt niður á öll árin 20 og allar vinnustundirnar, þá yrðu eflaust margir hissa. Sumarfrí koma eftir sem áður ekki til greina.Lítil fyrirtæki byggð upp af venjulegu, duglegu fólki Þessi dæmisaga gæti átt við nokkur þúsund lítil ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, en um 86% þeirra teljast til lítilla fyrirtækja – þ.e. þau eru með 10 starfsmenn eða færri. Eigendur þeirra eru venjulegt fólk sem með mikilli vinnu og ótal fórnum, bæði fjárhagslegum og öðrum, hefur byggt upp fyrirtæki sem skapa störf um allt land og verðmæti fyrir samfélagið. Ef engra manna og kvenna nyti við, sem tilbúin væru til að stökkva út í djúpu laugina, taka áhættu, vinna myrkranna á milli og bera ábyrgð allan sólarhringinn – hvar værum við stödd þá? Hvaðan koma tekjur hins opinbera, til að reka samfélagið? Ég fyrir hönd þessa fólks fordæmi það því algjörlega að það sé kallað „auðvald“ og „kapítalistar“, sem hugsa ekki um neitt annað en að skara eld að eigin köku og sé algjörlega sama um starfsfólk sitt. Kallað glæpamenn ef fyrirtæki þess leyfa sér að skila hagnaði og aumingjar og fjárglæframenn, ef miður gengur. Þessi orðræða er úr tengslum við allan íslenskan raunveruleika og dæmir sig að lokum sjálf. Það eru allir sammála um það að bæta þurfi hag þeirra sem verst standa í samfélaginu, en svona uppstillingar á svörtu og hvítu og staðlausar ásakanir eru ekki að gera neinum gagn, síst af öllu umbjóðendum þeirra sem þannig tala. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun