Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:05 Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. Mynd/Veðurstofa Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30