Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:05 Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. Mynd/Veðurstofa Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30