Húsleitir beindust að nýdæmdum mönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Kjartan Bergur Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Icelandair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmtistaðinn Shooters, á heimili Kristjáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endurskoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttarlögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjólstæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sakborningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shooters og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skattaskil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfsstöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjartan væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um gang rannsóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilkynningu lögreglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.Kjartan Bergur Jónsson.FBL/StefánHúsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðalmeðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Kristján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavínsklúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllunarefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmaður farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30 Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Sjá meira
Kjartan Bergur Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Icelandair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmtistaðinn Shooters, á heimili Kristjáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endurskoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttarlögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjólstæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sakborningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shooters og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skattaskil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfsstöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjartan væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um gang rannsóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilkynningu lögreglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.Kjartan Bergur Jónsson.FBL/StefánHúsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðalmeðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Kristján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavínsklúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllunarefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmaður farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30 Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30
Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00