Húsleitir beindust að nýdæmdum mönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Kjartan Bergur Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Icelandair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmtistaðinn Shooters, á heimili Kristjáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endurskoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttarlögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjólstæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sakborningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shooters og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skattaskil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfsstöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjartan væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um gang rannsóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilkynningu lögreglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.Kjartan Bergur Jónsson.FBL/StefánHúsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðalmeðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Kristján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavínsklúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllunarefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmaður farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30 Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Kjartan Bergur Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Icelandair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmtistaðinn Shooters, á heimili Kristjáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endurskoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttarlögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjólstæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sakborningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shooters og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skattaskil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfsstöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjartan væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um gang rannsóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilkynningu lögreglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.Kjartan Bergur Jónsson.FBL/StefánHúsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðalmeðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Kristján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavínsklúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllunarefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmaður farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30 Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30
Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00