Ásta nýr ráðuneytisstjóri Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2019 08:58 Ásta Valdimarsdóttir. Heilbrigðisráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipað Ástu Valdimarsdóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjá Alþjóðahugverkastofnuninni í Genf, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu til fimm ára. Ásta tekur við starfinu af Ólafi Darra Andrasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásta hafi verið meðal fjögurra umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta til að gegna embættinu. „Ásta er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum, bæði hérlendis og erlendis. Síðastliðin níu ár hefur Ásta starfað hjá Alþjóðahugverkastofunni (WIPO) sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, fyrst sem yfirmaður framkvæmdasviðs alþjóðlegu vörumerkjaskrifstofunnar og síðan sem framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Samhliða störfum sínum hefur Ásta sótt ýmis námskeið í stjórnun, stefnumótun, samskiptahæfni o.fl. og stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ásta var forstjóri Einkaleyfastofu á árunum 2001 – 2010 en hafði áður starfað þar sem yfirlögfræðingur um fimm ára skeið. Fyrir þann tíma starfaði hún sem sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu og sem aðalfulltrúi og staðgengill sýslumannsins á Ísafirði. Í umsögn hæfnisnefndar segir að Ásta hafi til að bera augljósa leiðtogahæfileika og góða færni í mannlegum samskiptum. Þekking hennar og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu sé mjög góð, hún búi að verulegri reynslu af stjórnun, starfsmannahaldi og rekstri og enn fremur hafi hún mikla reynslu af alþjóðasamstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipað Ástu Valdimarsdóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjá Alþjóðahugverkastofnuninni í Genf, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu til fimm ára. Ásta tekur við starfinu af Ólafi Darra Andrasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásta hafi verið meðal fjögurra umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta til að gegna embættinu. „Ásta er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum, bæði hérlendis og erlendis. Síðastliðin níu ár hefur Ásta starfað hjá Alþjóðahugverkastofunni (WIPO) sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, fyrst sem yfirmaður framkvæmdasviðs alþjóðlegu vörumerkjaskrifstofunnar og síðan sem framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Samhliða störfum sínum hefur Ásta sótt ýmis námskeið í stjórnun, stefnumótun, samskiptahæfni o.fl. og stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ásta var forstjóri Einkaleyfastofu á árunum 2001 – 2010 en hafði áður starfað þar sem yfirlögfræðingur um fimm ára skeið. Fyrir þann tíma starfaði hún sem sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu og sem aðalfulltrúi og staðgengill sýslumannsins á Ísafirði. Í umsögn hæfnisnefndar segir að Ásta hafi til að bera augljósa leiðtogahæfileika og góða færni í mannlegum samskiptum. Þekking hennar og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu sé mjög góð, hún búi að verulegri reynslu af stjórnun, starfsmannahaldi og rekstri og enn fremur hafi hún mikla reynslu af alþjóðasamstarfi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira