WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. mars 2019 14:31 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem fjöldi strandaglópa hefur verið í dag vegna falls WOW air. vísir/vilhelm „Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir. Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
„Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent