Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 17:30 Sigur Rósar-menn sögðu í yfirlýsingu fyrr í dag að ákæran hryggi þá en þeir vona að málið skýrist fyrir dómi. vísir/getty Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55