Fjólubláir draumar Þórlindur Kjartansson skrifar 29. mars 2019 07:00 Fréttir gærdagsins um gjaldþrot WOW air eru þess eðlis að margir hafa mjög sterkar skoðanir á því hvað hafi gerst, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir það og hvað þurfi að gera næst. Þetta er ekki skrýtið og slík umræða getur verið gagnleg. Gjaldþrot WOW er mikið alvörumál; afleiðingarnar eru miklar og djúpstæðar fyrir þúsundir manna og fjölda fyrirtækja. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi verður fyrir þungu höggi og orðspor Íslands í ferðaheiminum bíður hnekki. Það eykur eflaust á áfall starfsmannanna hversu mikil samstaða hefur ríkt innan fyrirtækisins og hversu mikið stolt og metnað starfsfólkið lagði í vinnuna sína. Margt var augljóslega ákaflega vel gert í rekstri WOW. Vélarnar sjálfar, málaðar í hinum smekklega einkennislit félagsins, voru meðal þeirra fallegustu í flugflota heimsins þegar sólin glampaði á þær á flugbrautinni eða þær þutu gegnum loftin og svifu yfir Esjuna. Og jafnvel þótt WOW hafi ekki alltaf hlotið góða umsögn farþega þá varð ég að minnsta kosti aldrei var við annað en að algjör fagmennska ríkti um borð í vélunum; góð og skemmtileg stemning var oftast hjá áhöfnunum sem hafði smitandi áhrif á farþegana. Það eiga eflaust margir fleiri en ég eftir að minnast með söknuði þessa ævintýris sem lauk í gær.Vöxtur eða gróði Þótt það sé hættuspil fyrir utanaðkomandi að koma sér upp of sterkum skoðunum á flókinni atburðarás þá virðist nærtækast að draga þá ályktun að áhersla á of hraðan vöxt hafi ráðið miklu um afdrif fyrirtækisins. Hið ofurlága verð sem stundum var í boði benti til þess að félagið hygðist borga rekstrarskuldir gærdagsins með aukinni veltu morgundagsins en ekki raunverulegri arðsemi af rekstrinum. Forstjórinn hefur sjálfur lagt áherslu á að ófarirnar megi að miklu leyti rekja annars vegar til þess að félagið hafi vikið of langt frá upprunalegri stefnumörkun lággjaldaflugfélags með því að flækja þjónustuframboðið um of; og hins vegar til þeirrar ákvörðunar að taka breiðþotur inn í flotann. Það er engin ástæða til að draga í efa þessar skýringar og þótt margir séu eflaust reiðir Skúla Mogensen fyrir hvernig þetta fór allt saman þá hefur hann virst býsna heiðarlegur í framkomu sinni og gengist við því sem honum sýnist hafa mistekist. Þar að auki segist hann hafa lagt aleiguna undir í rekstrinum og ef það reynist rétt þá verður hann ekki sakaður um hræsni heldur aðeins óhóflega bjartsýni. Það er reginmunur á þeim skipstjórum sem yfirgefa allra síðastir sökkvandi skip og hinum sem lauma sér fyrstir frá borði. Umfang eða arður Á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta fest sig kirfilega í sessi sem umfangsmesta útflutningsgrein þjóðarinnar. Vöxtur WOW er að einhverju leyti afleiðing og að einhverju leyti orsök þeirrar þróunar. Þegar atvinnuvegir vaxa hratt er erfitt að greina með vissu víxlverkun áhrifaþátta. Það virðist þó tiltölulega óhætt að álykta að hinn hraði vöxtur ferðamannaiðnaðarins hafi náð að fela ýmsar viðkvæmar brotalamir í rekstri ferðaþjónustufyrirtækjanna. Kapphlaupið um aukna veltu bitnar á því sem allur rekstur verður fyrr eða síðar að beina augum að—almennilegri arðsemi af starfseminni. Það hlýtur eiginlega að segja sig sjálft að það sé ekki góðs viti fyrir arðsemi flugfélags þegar sæti í millilandaflugi eru boðin til sölu á verði sem er sambærilegt við að fara einn út að borða á sæmilegum veitingastað en neita sér þó um bæði vín og eftirrétt. Þessi áhersla á vöxt umfram arðsemi virðist ekki hafa verið einsdæmi í ferðageiranum og þótt umfang ferðamennskunnar sé óumdeilt þá er erfiðara að leggja mat á hvort, og þá í hversu miklum mæli, þessi veltumikla grein skilar raunverulegri arðsemi. Ef atvinnugrein er umfangsmikil en ekki arðsöm þá er verið að beina kröftum og fjármagni í rangan farveg. Sé þetta reyndin með ferðamennsku á Íslandi um þessar mundir þá er aðlögun og endurstilling óhjákvæmileg og nauðsynleg. Að mistakast eða gera mistök Körfuboltaþjálfari sem verður vitni að því að leikmaður hittir ekki úr skynsamlegu skoti skammast ekki yfir niðurstöðunni en sá sem horfir upp á leikmann grísast til að hitta úr heimskulegu skoti ætti með réttu ekki að fagna niðurstöðunni heldur gagnrýna tilraunina. Burtséð frá því hverjar eru raunverulegar ástæður falls WOW, þá er ákaflega brýnt að í umræðum um efnahagsmál sé gerður greinarmunur á því þegar hlutir mistakast eða þegar það voru mistök að reyna þá. Hagkerfi þar sem misheppnaðar tilraunir eru tortryggðar og jafnvel gerðar glæpsamlegar geta ekki fóstrað nýsköpun og munu missa af mikilli verðmætasköpun. Gjaldþrot WOW er nefnilega ekki endilega sönnun þess að hugmyndin hafi verið slæm heldur einungis að hún hafi misheppnast í þessari atrennu. Við uppbyggingu félagsins varð til mikil og verðmæt þekking sem ætti með réttu að nýtast sem veganesti í nýjar tilraunir og ný ævintýri—sem munu sum enda vel en önnur ekki. Og það er líka mjög mikilvægt í umræðu um atvinnulíf að ólund í gerð hagnaðar og velgengni nái ekki algjörlega yfirhöndinni. Það er nefnilega vandlifað fyrir frumkvöðla og brautryðjendur ef þeir eru gagnrýndir og jafnvel úthrópaðir hvort sem reksturinn hjá þeim fuðrar upp í rjúkandi rústir eða skilar þeim myndarlegum hagnaði og jafnvel auðæfum. Næsta ævintýri Vonandi er þess ekki langt að bíða að ný tilraun verði gerð til þess að byggja upp flugfélag eins og WOW air á Íslandi. Auðvitað verður það ekki nákvæmlega eins og vitaskuld hlýtur margvíslegur lærdómur að vera dreginn af því sem kom í veg fyrir að þessi tilraun gengi upp. Heilbrigð samkeppni og endurnýjun er öllum til gagns nema þeim sem komast í óeðlilega einokunarstöðu. Fyrir alla aðra er samkeppnin mikilsverð jafnvel þótt í henni felist óvissa og stundum tímabundin áföll; jafnvel mjög stór eins og nú blasir við. Viðbrögð við gjaldþroti WOW mega því alls ekki vera á þá leið að draga úr tækifærum annarra aðila til þess að starfa á þessum markaði og veita samkeppni í verði, áfangastöðum og þjónustugæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Þórlindur Kjartansson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Fréttir gærdagsins um gjaldþrot WOW air eru þess eðlis að margir hafa mjög sterkar skoðanir á því hvað hafi gerst, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir það og hvað þurfi að gera næst. Þetta er ekki skrýtið og slík umræða getur verið gagnleg. Gjaldþrot WOW er mikið alvörumál; afleiðingarnar eru miklar og djúpstæðar fyrir þúsundir manna og fjölda fyrirtækja. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi verður fyrir þungu höggi og orðspor Íslands í ferðaheiminum bíður hnekki. Það eykur eflaust á áfall starfsmannanna hversu mikil samstaða hefur ríkt innan fyrirtækisins og hversu mikið stolt og metnað starfsfólkið lagði í vinnuna sína. Margt var augljóslega ákaflega vel gert í rekstri WOW. Vélarnar sjálfar, málaðar í hinum smekklega einkennislit félagsins, voru meðal þeirra fallegustu í flugflota heimsins þegar sólin glampaði á þær á flugbrautinni eða þær þutu gegnum loftin og svifu yfir Esjuna. Og jafnvel þótt WOW hafi ekki alltaf hlotið góða umsögn farþega þá varð ég að minnsta kosti aldrei var við annað en að algjör fagmennska ríkti um borð í vélunum; góð og skemmtileg stemning var oftast hjá áhöfnunum sem hafði smitandi áhrif á farþegana. Það eiga eflaust margir fleiri en ég eftir að minnast með söknuði þessa ævintýris sem lauk í gær.Vöxtur eða gróði Þótt það sé hættuspil fyrir utanaðkomandi að koma sér upp of sterkum skoðunum á flókinni atburðarás þá virðist nærtækast að draga þá ályktun að áhersla á of hraðan vöxt hafi ráðið miklu um afdrif fyrirtækisins. Hið ofurlága verð sem stundum var í boði benti til þess að félagið hygðist borga rekstrarskuldir gærdagsins með aukinni veltu morgundagsins en ekki raunverulegri arðsemi af rekstrinum. Forstjórinn hefur sjálfur lagt áherslu á að ófarirnar megi að miklu leyti rekja annars vegar til þess að félagið hafi vikið of langt frá upprunalegri stefnumörkun lággjaldaflugfélags með því að flækja þjónustuframboðið um of; og hins vegar til þeirrar ákvörðunar að taka breiðþotur inn í flotann. Það er engin ástæða til að draga í efa þessar skýringar og þótt margir séu eflaust reiðir Skúla Mogensen fyrir hvernig þetta fór allt saman þá hefur hann virst býsna heiðarlegur í framkomu sinni og gengist við því sem honum sýnist hafa mistekist. Þar að auki segist hann hafa lagt aleiguna undir í rekstrinum og ef það reynist rétt þá verður hann ekki sakaður um hræsni heldur aðeins óhóflega bjartsýni. Það er reginmunur á þeim skipstjórum sem yfirgefa allra síðastir sökkvandi skip og hinum sem lauma sér fyrstir frá borði. Umfang eða arður Á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta fest sig kirfilega í sessi sem umfangsmesta útflutningsgrein þjóðarinnar. Vöxtur WOW er að einhverju leyti afleiðing og að einhverju leyti orsök þeirrar þróunar. Þegar atvinnuvegir vaxa hratt er erfitt að greina með vissu víxlverkun áhrifaþátta. Það virðist þó tiltölulega óhætt að álykta að hinn hraði vöxtur ferðamannaiðnaðarins hafi náð að fela ýmsar viðkvæmar brotalamir í rekstri ferðaþjónustufyrirtækjanna. Kapphlaupið um aukna veltu bitnar á því sem allur rekstur verður fyrr eða síðar að beina augum að—almennilegri arðsemi af starfseminni. Það hlýtur eiginlega að segja sig sjálft að það sé ekki góðs viti fyrir arðsemi flugfélags þegar sæti í millilandaflugi eru boðin til sölu á verði sem er sambærilegt við að fara einn út að borða á sæmilegum veitingastað en neita sér þó um bæði vín og eftirrétt. Þessi áhersla á vöxt umfram arðsemi virðist ekki hafa verið einsdæmi í ferðageiranum og þótt umfang ferðamennskunnar sé óumdeilt þá er erfiðara að leggja mat á hvort, og þá í hversu miklum mæli, þessi veltumikla grein skilar raunverulegri arðsemi. Ef atvinnugrein er umfangsmikil en ekki arðsöm þá er verið að beina kröftum og fjármagni í rangan farveg. Sé þetta reyndin með ferðamennsku á Íslandi um þessar mundir þá er aðlögun og endurstilling óhjákvæmileg og nauðsynleg. Að mistakast eða gera mistök Körfuboltaþjálfari sem verður vitni að því að leikmaður hittir ekki úr skynsamlegu skoti skammast ekki yfir niðurstöðunni en sá sem horfir upp á leikmann grísast til að hitta úr heimskulegu skoti ætti með réttu ekki að fagna niðurstöðunni heldur gagnrýna tilraunina. Burtséð frá því hverjar eru raunverulegar ástæður falls WOW, þá er ákaflega brýnt að í umræðum um efnahagsmál sé gerður greinarmunur á því þegar hlutir mistakast eða þegar það voru mistök að reyna þá. Hagkerfi þar sem misheppnaðar tilraunir eru tortryggðar og jafnvel gerðar glæpsamlegar geta ekki fóstrað nýsköpun og munu missa af mikilli verðmætasköpun. Gjaldþrot WOW er nefnilega ekki endilega sönnun þess að hugmyndin hafi verið slæm heldur einungis að hún hafi misheppnast í þessari atrennu. Við uppbyggingu félagsins varð til mikil og verðmæt þekking sem ætti með réttu að nýtast sem veganesti í nýjar tilraunir og ný ævintýri—sem munu sum enda vel en önnur ekki. Og það er líka mjög mikilvægt í umræðu um atvinnulíf að ólund í gerð hagnaðar og velgengni nái ekki algjörlega yfirhöndinni. Það er nefnilega vandlifað fyrir frumkvöðla og brautryðjendur ef þeir eru gagnrýndir og jafnvel úthrópaðir hvort sem reksturinn hjá þeim fuðrar upp í rjúkandi rústir eða skilar þeim myndarlegum hagnaði og jafnvel auðæfum. Næsta ævintýri Vonandi er þess ekki langt að bíða að ný tilraun verði gerð til þess að byggja upp flugfélag eins og WOW air á Íslandi. Auðvitað verður það ekki nákvæmlega eins og vitaskuld hlýtur margvíslegur lærdómur að vera dreginn af því sem kom í veg fyrir að þessi tilraun gengi upp. Heilbrigð samkeppni og endurnýjun er öllum til gagns nema þeim sem komast í óeðlilega einokunarstöðu. Fyrir alla aðra er samkeppnin mikilsverð jafnvel þótt í henni felist óvissa og stundum tímabundin áföll; jafnvel mjög stór eins og nú blasir við. Viðbrögð við gjaldþroti WOW mega því alls ekki vera á þá leið að draga úr tækifærum annarra aðila til þess að starfa á þessum markaði og veita samkeppni í verði, áfangastöðum og þjónustugæðum.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar