Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2019 08:00 Íslandspóstur réðst í framkvæmdir fyrir 1,2 milljarða á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira