Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2019 08:00 Íslandspóstur réðst í framkvæmdir fyrir 1,2 milljarða á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira