Körfubolti

Meistararnir töpuðu gegn einu lélegasta liði deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klay Thompson var ekki sáttur eftir leikinn.
Klay Thompson var ekki sáttur eftir leikinn. vísir/getty
Þó svo Golden State Warriors sé á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni þá misstígur liðið sig reglulega og gerði það heldur betur í nótt. Þá tapaði Warriors fyrir Phoenix sem er með næstlélegasta árangurinn í deildinni.

„Þetta er örugglega versta tapið okkar í vetur,“ sagði Klay Thompson, leikmaður Warriors, og skammaði svo áhorfendur í leiðinni.

„Maður býst við aðeins meiru af áhorfendum. Ég veit að þetta er ekki úrslitakeppnin en það minnsta sem fólk getur gert er að standa upp og klappa ef við gerum eitthvað flott.“





Phoenix hafði unnið 5 útileiki en tapað 29 áður en liðið kom í þessa heimsókn til meistaranna.

Thompson var annars skárstur í liði Warriors með 28 stig. Til að bæta gráu ofan á svart hjá Golden State þá meiddist Kevin Durant á ökkla í lokafjórðungnum og óvíst með framhaldið þar. Hann var búinn að skora 25 stig áður en hann fór af velli.

Úrslit:

Dallas-Houston  93-94

Minnesota-NY Knicks  103-92

San Antonio-Milwaukee  121-114

Golden State-Phoenix  111-115

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×