Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf. Skjáskot Íslandsdeild Amnesty International fagnar frumkvæði og framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. Harald Asperlund, fastafulltrúi Íslands, lýsti verulegum áhyggjum af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á mannréttindafrömuðum ekki síst kvennréttindasinnum. Að sögn Amnesty hefur hópur baráttukvenna verið í haldi án ákæru síðan í maí 2018 og a.m.k. tíu af þeim, verið pyndaðar, kynferðislega misnotaðar og sætt annarri illri meðferð.Þá hafa þær jafnframt verið haldið í einangrun og hvorki haft aðgang á lögfræðingum né fjölskyldum sínum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að framganga Íslands sýni að stærð ríkja skipti ekki máli til þess að hafa áhrif í mannréttindaráðinu heldur hugsjónir og þor. „Það hefur verið brotið blað í sögu mannréttindaráðsins, þar sem eitt af hinum stóru voldugu ríkjum hefur nú fengið á sig gagnrýni fyrir þau grófu mannréttindabrot sem þar eru framin. Við vonum að þetta leiði til þess að ríki sem sitja í mannréttindaráðinu veigri sér ekki við að sameinast um gagnrýni á önnur voldug ríki, þar sem er vitað að gróf mannréttindabrot fá að þrífast,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Enn fremur segir Heba Morayef, svæðisstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: „Þetta frumkvæði mannréttindaráðsins býður upp á sjaldgæft tækifæri fyrir ríki til að taka skýra opinbera afstöðu gegn þeim fjölda mannréttindabrota sem stjórnvöld Sádi-Arabíu hefur framið. Ríki sem þegja þunnu hljóði á þessu þýðingarmikla augnabliki senda hættuleg skilaboð til Sádi-Arabíu um að stjórnvöld megi halda áfram að fremja alvarleg mannréttindabrot án þess að vera dregin til ábyrgðar.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International fagnar frumkvæði og framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. Harald Asperlund, fastafulltrúi Íslands, lýsti verulegum áhyggjum af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á mannréttindafrömuðum ekki síst kvennréttindasinnum. Að sögn Amnesty hefur hópur baráttukvenna verið í haldi án ákæru síðan í maí 2018 og a.m.k. tíu af þeim, verið pyndaðar, kynferðislega misnotaðar og sætt annarri illri meðferð.Þá hafa þær jafnframt verið haldið í einangrun og hvorki haft aðgang á lögfræðingum né fjölskyldum sínum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að framganga Íslands sýni að stærð ríkja skipti ekki máli til þess að hafa áhrif í mannréttindaráðinu heldur hugsjónir og þor. „Það hefur verið brotið blað í sögu mannréttindaráðsins, þar sem eitt af hinum stóru voldugu ríkjum hefur nú fengið á sig gagnrýni fyrir þau grófu mannréttindabrot sem þar eru framin. Við vonum að þetta leiði til þess að ríki sem sitja í mannréttindaráðinu veigri sér ekki við að sameinast um gagnrýni á önnur voldug ríki, þar sem er vitað að gróf mannréttindabrot fá að þrífast,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Enn fremur segir Heba Morayef, svæðisstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: „Þetta frumkvæði mannréttindaráðsins býður upp á sjaldgæft tækifæri fyrir ríki til að taka skýra opinbera afstöðu gegn þeim fjölda mannréttindabrota sem stjórnvöld Sádi-Arabíu hefur framið. Ríki sem þegja þunnu hljóði á þessu þýðingarmikla augnabliki senda hættuleg skilaboð til Sádi-Arabíu um að stjórnvöld megi halda áfram að fremja alvarleg mannréttindabrot án þess að vera dregin til ábyrgðar.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00