Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2019 22:00 20 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu, sem rís á suðurbakka Blöndu. Grafík/ASK, arkítektar. Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Kannski finna fáir betur æðasláttinn í byggingageiranum á Blönduósi en smiðirnir í Trésmiðjunni Stíganda. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, við finnum það að húsnæðisverð er búið að vera að hækka hér á staðnum og það eru að verða forsendur fyrir því að byggja hús á staðnum. Það er augljóslega vöntun á húsnæði,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stíganda. „Já, það kemur með meiri atvinnu. Þá vill fólk flytja á vaxtarsvæði. Hér er sannarlega orðið vaxtarsvæði frá og með síðasta ári og það þýðir það að fólk er að koma til baka, - af þeim sem fluttu í burtu. Jafnvel nýir íbúar eru að koma út af fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Glöggt má sjá að Blönduós er að lifna við á ný. Fyrstu merki nýrra húsbygginga sjást. Búið er að taka nokkra húsgrunna og bærinn úthlutar lóðum sem aldrei fyrr.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Á síðasta ári vorum við að úthluta um 28 íbúðum og erum með 20 til viðbótar. Þannig að það eru þá 48 íbúðir sem eru í pípunum. Sumar eru í byggingu. Fyrstu tvö einbýlishúsin á síðasta ári voru byggð eftir tíu ára hlé,“ segir sveitarstjórinn. Þeir hjá Stíganda eru í startholunum að hefja smíði parhúsa og búnir að sækja um tvær lóðir, við Sunnubraut og Smárabraut. „Og við erum jafnvel að huga að því að byrja á framkvæmdum á Sunnubrautinni bara fljótlega á næstu vikum,“ segir Guðmundur. Nýja blokkin rís við hlið þeirrar sem byggð var fyrir fjörutíu árum og sést hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason.Á bökkum Blöndu áformar félagið Uppbygging ehf. að hefja smíði fimm hæða fjölbýlishúss í næsta mánuði. „Sem er snyrtileg 20 íbúða blokk, sem er kærkomið inn í þetta samfélag,“ segir Valdimar. Það gefi eldra fólk færi á að flytja úr einbýlishúsum í þægilegar, nýjar íbúðir og ungt fólk geti á móti stækkað við sig ef slíkt þarf vegna barnafjölda. Fjallað er um gróskuna á Blönduósi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húsnæðismál Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Kannski finna fáir betur æðasláttinn í byggingageiranum á Blönduósi en smiðirnir í Trésmiðjunni Stíganda. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, við finnum það að húsnæðisverð er búið að vera að hækka hér á staðnum og það eru að verða forsendur fyrir því að byggja hús á staðnum. Það er augljóslega vöntun á húsnæði,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stíganda. „Já, það kemur með meiri atvinnu. Þá vill fólk flytja á vaxtarsvæði. Hér er sannarlega orðið vaxtarsvæði frá og með síðasta ári og það þýðir það að fólk er að koma til baka, - af þeim sem fluttu í burtu. Jafnvel nýir íbúar eru að koma út af fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Glöggt má sjá að Blönduós er að lifna við á ný. Fyrstu merki nýrra húsbygginga sjást. Búið er að taka nokkra húsgrunna og bærinn úthlutar lóðum sem aldrei fyrr.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Á síðasta ári vorum við að úthluta um 28 íbúðum og erum með 20 til viðbótar. Þannig að það eru þá 48 íbúðir sem eru í pípunum. Sumar eru í byggingu. Fyrstu tvö einbýlishúsin á síðasta ári voru byggð eftir tíu ára hlé,“ segir sveitarstjórinn. Þeir hjá Stíganda eru í startholunum að hefja smíði parhúsa og búnir að sækja um tvær lóðir, við Sunnubraut og Smárabraut. „Og við erum jafnvel að huga að því að byrja á framkvæmdum á Sunnubrautinni bara fljótlega á næstu vikum,“ segir Guðmundur. Nýja blokkin rís við hlið þeirrar sem byggð var fyrir fjörutíu árum og sést hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason.Á bökkum Blöndu áformar félagið Uppbygging ehf. að hefja smíði fimm hæða fjölbýlishúss í næsta mánuði. „Sem er snyrtileg 20 íbúða blokk, sem er kærkomið inn í þetta samfélag,“ segir Valdimar. Það gefi eldra fólk færi á að flytja úr einbýlishúsum í þægilegar, nýjar íbúðir og ungt fólk geti á móti stækkað við sig ef slíkt þarf vegna barnafjölda. Fjallað er um gróskuna á Blönduósi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húsnæðismál Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29