Körfubolti

Níundi sigur Houston í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kemba Walker sækir að körfu Houston.
Kemba Walker sækir að körfu Houston. Vísir/Getty
Houston vann í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni er liðið hafði betur gegn Charlotte, 118-106, á heimavelli.

James Harden var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Houston en hann var með 28 stig. Eric Gordon kom næstur með 22 en hann setti niður fimm þrista í leiknum.

Kemba Walker átti stórleik fyrir Charlotte en það dugði ekki til. Hann var með 40 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar.

LA Clippers vann Boston, 140-115, á heimavelli. Lou Williams skoraði 34 stig og varð með því stigahæsti varamaður sögunnar í NBA-deildinni. Gamla metið átti Dell Curry sem skoraði 11.147 stig sem varamaður á sínum ferli.

Terry Rozier skoraið 26 stig fyrri Boston en liðið hafði þar til í nótt unnið þrjá leiki í röð.



Cleveland vann góðan sigur á sterku liði Toronto, 126-101. Collin Sexton skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Kawhi Leonard 25 fyrir Toronto.

Serge Ibaka, leikmaður Toronto, og Marquese Chriss hjá Cleveland, voru reknir af velli í þriðja leikhluta fyrir slagsmál.



Úrslit næturinnar:

Cleveland - Toronto 126-101

Washington - Sacramento 121-115

Brooklyn - Detroit 103-75

Houston - Charlotte 118-106

Utah - Oklahoma City 89-98

LA Clippers - Boston 114-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×