Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 12:14 Miðjumenn í flokki demókrata eru ánægðir með að Pelosi hafi talað gegn kæru. Þeir óttast að kæra gegn Trump gæti tvíeflt repúblikana fyrir kosningar á næsta ári. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira