Martin ráðinn yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 14:51 Martin Ingi var í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af teymi sjálfboðaliðasamtakanna Team Heart sem framkvæmdu hjartaaðgerðir á sextán ungum einstaklingum. Fréttablaðið/GVA Martin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og aðgerðarsvið Landspítala frá 1. mars 2019. Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. Starfið er samhliða starf á Landspítala og við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna rannsóknum mun Martin Ingi leiða kennslu læknanema og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum og vinna að þróun klínískrar þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga innan aðgerðasviðs í samvinnu við aðrar fagstéttir.Martin Ingi SigurðssonMartin Ingi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Að loknu starfi sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala árið 2011-2012 hélt hann til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingalækningum við Brigham and Women’s sjúkrahúsið, eitt kennslusjúkrahúsa Harvard háskólans í Boston. Að loknu því sérnámi árið 2016 hélt Martin Ingi til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann bætti við sig sérnámi í svæfingum fyrir hjarta-og lungnaskurðaðgerðir og einnig í gjörgæslulækningum við Duke háskólasjúkrahúsið árin 2016-2018. Hann hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í svæfingalækningum, hjartaómskoðunum fyrir hjartaskurðaðgerðir og í gjörgæslulækningum. Að sérnámi loknu hóf Martin Ingi störf sem sérfræðilæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sumarið 2018. Samhliða því hefur hann starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands að verkefnum tengdum rannsóknartengdu framhaldsnámi. Samhliða námi og klínískum störfum hefur Martin Ingi verið afkastamikill vísindamaður, einkum á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma og rannsókna á árangri ýmissa skurðaðgerða og afdrifum gjörgæslusjúklinga. Hann hefur komið að leiðbeiningu fjölda nemenda á BS-, meistara- og doktorsstigi. Eftir hann liggja um 70 fræðigreinar með um 1.400 tilvitnanir, þar af 28 sem fyrsti eða síðasti höfundur. Martin Ingi hefur haldið áfram rannsóknum í tengslum við vísindamenn á Harvard og Duke háskólunum auk innlendra verkefna í samstarfi við fjölda vísindamanna á Landspítala. Martin Ingi er giftur Önnu Björnsdóttur taugalækni og eiga þau soninn Björn.Martin Ingi tók þátt í sextán hjartaaðgerðum í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Team Heart. Heilbrigðismál Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Martin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og aðgerðarsvið Landspítala frá 1. mars 2019. Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. Starfið er samhliða starf á Landspítala og við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna rannsóknum mun Martin Ingi leiða kennslu læknanema og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum og vinna að þróun klínískrar þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga innan aðgerðasviðs í samvinnu við aðrar fagstéttir.Martin Ingi SigurðssonMartin Ingi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Að loknu starfi sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala árið 2011-2012 hélt hann til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingalækningum við Brigham and Women’s sjúkrahúsið, eitt kennslusjúkrahúsa Harvard háskólans í Boston. Að loknu því sérnámi árið 2016 hélt Martin Ingi til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann bætti við sig sérnámi í svæfingum fyrir hjarta-og lungnaskurðaðgerðir og einnig í gjörgæslulækningum við Duke háskólasjúkrahúsið árin 2016-2018. Hann hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í svæfingalækningum, hjartaómskoðunum fyrir hjartaskurðaðgerðir og í gjörgæslulækningum. Að sérnámi loknu hóf Martin Ingi störf sem sérfræðilæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sumarið 2018. Samhliða því hefur hann starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands að verkefnum tengdum rannsóknartengdu framhaldsnámi. Samhliða námi og klínískum störfum hefur Martin Ingi verið afkastamikill vísindamaður, einkum á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma og rannsókna á árangri ýmissa skurðaðgerða og afdrifum gjörgæslusjúklinga. Hann hefur komið að leiðbeiningu fjölda nemenda á BS-, meistara- og doktorsstigi. Eftir hann liggja um 70 fræðigreinar með um 1.400 tilvitnanir, þar af 28 sem fyrsti eða síðasti höfundur. Martin Ingi hefur haldið áfram rannsóknum í tengslum við vísindamenn á Harvard og Duke háskólunum auk innlendra verkefna í samstarfi við fjölda vísindamanna á Landspítala. Martin Ingi er giftur Önnu Björnsdóttur taugalækni og eiga þau soninn Björn.Martin Ingi tók þátt í sextán hjartaaðgerðum í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Team Heart.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira