Hættur í bankaráði Landsbankans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 23:41 Jón Guðmann Pétursson. Landsbanki Íslands Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar í kvöld. Engin skýring er gefin á úrsögn Jóns Guðmanns. Jón Guðmann var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2016. Landsbankinn þakkar Jóni Guðmanni „fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum.“ Önnur í bankaráðinu eru Helga Björk Eiríksdóttir formaður, Berglind Svavarsdóttir varaformaður, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson og Sigríður Benediktsdóttir. Bankaráð Landsbankans og stjórn Íslandsbanka voru bæði tekin á beinið af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í bréfi á dögunum. Bjarni taldi að fyrirmæli ráðuneytisins um hófsemi í launahækkunum bankastjóranna hafi verið hunsuð, laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja hafi verið ákveðin úr hófi. Þau væru leiðandi og við það verði ekki unað.Aðalfundi frestað Athygli vakti á dögunum þegar bankaráð Landsbankans ákvað að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram miðvikudaginn 20. mars. Var sú skýring gefin að ekki hefði gefist nægur tími til að ganga frá endanlegum tillögum fyrir fundinn. Ákveðið var að halda aðalfundinn fimmtudaginn 4. apríl 2019.Á vef bankans er fjallað um feril Jóns Guðmanns sem er fæddur árið 1959. Hann lauk Cand. oecon. prófi frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 og starfaði sem viðskiptafræðingur hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns & Ara árin 1982-1983. Jón var fjármálastjóri sjálfseignarstofnana Varnarliðsins árin 1984-1987, fjármálastjóri Hampiðjunnar árin 1987-2002 og forstjóri árin 2002-2014. Jón hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlendra fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Hampiðjunnar árin 2006-2014 og í stjórnum dótturfélaga hennar í Danmörku, Írlandi, Litháen og fleiri löndum, stjórn Royal Iceland frá árinu 2014, stjórn Iceland Seafood International árin 2009-2011, stjórn Vaka árin 2002-2004 og í stjórn Kauphallar Íslands árin 1996-1999. Þá var Jón í reikningsskilaráði Íslands árin 2001-2004 og sat í stjórn Lífeyrissjóðs Framsýnar árin 2002-2005. Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar í kvöld. Engin skýring er gefin á úrsögn Jóns Guðmanns. Jón Guðmann var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2016. Landsbankinn þakkar Jóni Guðmanni „fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum.“ Önnur í bankaráðinu eru Helga Björk Eiríksdóttir formaður, Berglind Svavarsdóttir varaformaður, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson og Sigríður Benediktsdóttir. Bankaráð Landsbankans og stjórn Íslandsbanka voru bæði tekin á beinið af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í bréfi á dögunum. Bjarni taldi að fyrirmæli ráðuneytisins um hófsemi í launahækkunum bankastjóranna hafi verið hunsuð, laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja hafi verið ákveðin úr hófi. Þau væru leiðandi og við það verði ekki unað.Aðalfundi frestað Athygli vakti á dögunum þegar bankaráð Landsbankans ákvað að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram miðvikudaginn 20. mars. Var sú skýring gefin að ekki hefði gefist nægur tími til að ganga frá endanlegum tillögum fyrir fundinn. Ákveðið var að halda aðalfundinn fimmtudaginn 4. apríl 2019.Á vef bankans er fjallað um feril Jóns Guðmanns sem er fæddur árið 1959. Hann lauk Cand. oecon. prófi frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 og starfaði sem viðskiptafræðingur hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns & Ara árin 1982-1983. Jón var fjármálastjóri sjálfseignarstofnana Varnarliðsins árin 1984-1987, fjármálastjóri Hampiðjunnar árin 1987-2002 og forstjóri árin 2002-2014. Jón hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlendra fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Hampiðjunnar árin 2006-2014 og í stjórnum dótturfélaga hennar í Danmörku, Írlandi, Litháen og fleiri löndum, stjórn Royal Iceland frá árinu 2014, stjórn Iceland Seafood International árin 2009-2011, stjórn Vaka árin 2002-2004 og í stjórn Kauphallar Íslands árin 1996-1999. Þá var Jón í reikningsskilaráði Íslands árin 2001-2004 og sat í stjórn Lífeyrissjóðs Framsýnar árin 2002-2005.
Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira