Af hverju hamfarir? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. mars 2019 07:00 Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun