Innlent

Lentu í Keflavík vegna reyks með nokkurra mínútna millibili

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vélarnar voru frá breska flugfélaginu British Airways.
Vélarnar voru frá breska flugfélaginu British Airways. Getty/Nicolas Economou
Lenda þurfti tveimur flugvélum frá breska flugfélaginu British Airways á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna reyks í farþegarými. Önnur vélin var á leið frá London til New York með 167 farþega um borð. Rauðu óvissustigi var lýst yfir en flugstjórinn upplýsti svo um að reykurinn hefði minnkað og lenti hann vélinni heilu og höldnu.

Í hinu tilvikinu, sem átti sér stað fáeinum mínútum síðar, var um að ræða flugvél með á annað hundrað farþega um borð á leið frá London til Newark í New York. Vélin var lent en reykurinn sem komið hafði upp í farþegarými hennar reyndist stafa af rafmagnsbilun.

Þrír flugliðar kvörtuðu undan svima og ógleði og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vélinni var ekki flogið áfram heldur var fengin önnur vél til að ferja farþegana á áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×