Sigrún Ragna í stjórn Creditinfo Group á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:40 Sigrún Ragna var forstjóri VÍS frá 2011 til 2016. MANNVIT Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem um árabil var eini kvenkyns forstjóri félags í Kauphöllinni, hefur aftur tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Skipun hennar er liður í endurskipulagningu félagsins eftir að Actis tvöfaldaði hlut sinn í félaginu, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Ásamt henni mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn CreditInfo en þar voru fyrir þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu í tilkynningu sem send var út vegna málsins að henni þyki spennandi að takast á við komandi verkefni. „Félagið er í örum vexti og er orðið leiðandi á sviði áhættustýringar og miðlunar fjármálaupplýsinga á mikilvægum vaxtarmörkuðum.“ Í tilkynningunni er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn og þess getið að hún hafi setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var auk þess forstjóri VÍS á árunum 2011-2016 en eftir að hún lét af störfum var enginn kvenkyns forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni.Sjá einnig: Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo GroupEftir að hún sagði skilið við VÍS lá leið hennar til Mannvits þar sem hún tók við stöðu forstjóra í nóvember árið 2017. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því aðeins fimm mánuðum síðar sagði hún starfi sínu lausu. Ástæðuna fyrir vistaskiptunum sagði Sigrún vera að framtíðarsýn hennar og lykileigenda Mannvits hafi ekki farið saman. Sigrún Ragna er að sama skapi viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist þar að auki með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Þá hefur hún setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja. Vistaskipti Tengdar fréttir Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45 Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem um árabil var eini kvenkyns forstjóri félags í Kauphöllinni, hefur aftur tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Skipun hennar er liður í endurskipulagningu félagsins eftir að Actis tvöfaldaði hlut sinn í félaginu, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Ásamt henni mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn CreditInfo en þar voru fyrir þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu í tilkynningu sem send var út vegna málsins að henni þyki spennandi að takast á við komandi verkefni. „Félagið er í örum vexti og er orðið leiðandi á sviði áhættustýringar og miðlunar fjármálaupplýsinga á mikilvægum vaxtarmörkuðum.“ Í tilkynningunni er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn og þess getið að hún hafi setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var auk þess forstjóri VÍS á árunum 2011-2016 en eftir að hún lét af störfum var enginn kvenkyns forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni.Sjá einnig: Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo GroupEftir að hún sagði skilið við VÍS lá leið hennar til Mannvits þar sem hún tók við stöðu forstjóra í nóvember árið 2017. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því aðeins fimm mánuðum síðar sagði hún starfi sínu lausu. Ástæðuna fyrir vistaskiptunum sagði Sigrún vera að framtíðarsýn hennar og lykileigenda Mannvits hafi ekki farið saman. Sigrún Ragna er að sama skapi viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist þar að auki með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Þá hefur hún setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja.
Vistaskipti Tengdar fréttir Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45 Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45
Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34