Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 13:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. vísir/vilhelm Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05