Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 13:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. vísir/vilhelm Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05