Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. mars 2019 06:43 Bandaríkjamenn hafa kyrrsett Boeing 737 Max vélarnar. vísir/getty Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30