Olivia Jade stundar nám við University of Southern California ásamt systur sinni, hinni tvítugu Isabellu. Foreldrar þeirra eru sagðir hafa borgað 500 þúsund Bandaríkjadala, sem nemur um sextíu milljón íslenskra króna, til fyrirtækis í eigu manns að nafni William Singer til þess að tryggja að dætur þeirra kæmust inn í skólann.
OLIVIA JADE X SEPHORA COLLECTION. A dream I never thought would be my reality. This is so surreal for me and my 14 year old self A huge thank you to #SephoraCollection for believing in me and allowing me to create a beautiful highlight palette. And to all my followers… thank you doesn’t even do it justice for how grateful I am. I love you forever. Olivia Jade @sc #BeautyUncomplicated #adView this post on Instagram
A post shared by OLIVIA JADE (@oliviajade) on Dec 11, 2018 at 11:01am PST
Eftir að upp komst um svikamylluna tilkynnti snyrtivörurisinn Sephora að hann myndi hætta öllu samstarfi við Oliviu Jade en hún hefur getið sér gott orð sem áhrifavaldur með hálfa aðra milljón fylgjenda á Instagram og auglýst vörur fyrirtækisins. Þá framleiddi Sephora meðal annars snyrtivörur með nafni Oliviu Jade sem voru gefnar út í desember á síðasta ári en hafa nú verið teknar úr sölu.
Samkvæmt heimildum TMZ hafa báðar dætur hjónanna ákveðið að hætta í skólanum af ótta við að verða fyrir einelti.