Segulmagn Jakobs nær ekki Phil Collins Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Jack Magnet er segulmagnaður eins og jörðin og ætlar að grúva eins og það sé 1977 annað kvöld. Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira