Toppliðin í Evrópu myndu neita að mæta í nýju FIFA-keppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 16:15 Real Madrid vann heimsmeistarakeppni félagsliða í desember síðastliðnum. Getty/Michael Regan Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí. FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí.
FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira