Hótelturn sagður fráhrindandi og einsleitur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:10 Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Skýrsla fagrýnihóps Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu. Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð. Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins. Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans. „Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu. Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu. Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð. Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins. Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans. „Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu. Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira