Eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 22:01 Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira