Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu Ari Brynjólfsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Sýni voru tekin í Breiðholtsskóla vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Mygla var í útvegg. FBL/ernir Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45