Þyrla landhelgisgæslunnar sótti í dag tvo vélsleðamenn sem slösuðust norðarlega á Vestfjörðum. Tilkynning barst um miðjan dag og lenti þyrla gæslunnar um klukkan þrjú á slysstað.
Björgunarsveitir úr Strandasýslu voru kallaðar út vegna slyssins, en sneru til baka eftir að þyrla hafði sótt hina slösuðu.
Ekki liggur ljóst fyrir hver meiðsli vélsleðamannana eru en það var þeim til happs að nærtækir björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn sem voru að ferðast um svæðið gátu komið á vettvang og hlúðu að hinum slösuðu þar til að þyrla gæslunnar kom á vettvang. Flogið var með hina slösuðu til Reykjavíkur.
