Rekstur hótela í járnum þó ekki komi til launahækkana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. mars 2019 07:15 Viðskiptaráð segir vísbendingar um að harðna muni á dalnum í ár hjá ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/ Ernir Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira