Rekstur hótela í járnum þó ekki komi til launahækkana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. mars 2019 07:15 Viðskiptaráð segir vísbendingar um að harðna muni á dalnum í ár hjá ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/ Ernir Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira