Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks.
Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu.
.@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF
— Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019
Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð.
Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það.
Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum.
Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu.
Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum.
Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers.