Þvert á kynslóðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. mars 2019 08:00 Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun