Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2019 15:24 Bjarni Daníel segir mótmælin hafa farið friðsamlega fram, eða allt þar til lögreglan kom og tók að stjaka við mótmælendum. visir/egill „Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“ Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“
Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31