Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þeim á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28