Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:00 Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Getty/Asahi Shimbun Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04