Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 10:30 Ivanka Trump og Jared Kushner. AP/Kerstin Joensson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. Það gerði hann í fyrra þrátt fyrir að starfsmenn öryggisstofnanna og lögmaður Hvíta hússins höfðu lýst yfir áhyggju um mögulega öryggisheimild hans. Þá hefur Trump sjálfur sagt ósatt um að hafa komið að veitingu öryggisheimildarinnar. New York Times hefur komið höndum yfir minnisblað sem John Kelly skrifaði eftir ákvörðun Trump í mái í fyrra. Þar tók hann sérstaklega fram að honum hefði verið skipað að veita Kushner öryggisheimild. Donald F. McGahn, þáverandi lögmaður Hvíta hússins, skrifaði einnig minnisblað þar listaði áhyggjur sínar og Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA; vegna Kushner. Hann skrifaði einnig að hann hefði lagt til að Kushner fengi ekki öryggisheimild og þannig aðgang að leynilegum upplýsingum.Lögum samkvæmt hefur forseti Bandaríkjanna heimild til að veita aðilum öryggisheimildir en þrátt fyrir það virðist sem að Trump, Ivanka og fleiri hafi satt ósatt um aðkomu forsetans að málinu.John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.EPA/MICHAEL REYNOLDSÍ viðtali við NYT í janúar sagði Trump að hann hefði ekki komið að því að Kushner hefði fengið öryggisheimild. Lögmaður Kushner sagði þá einnig að hann hefði farið í gegnum sama ferli og allir aðrir. Þá sagði Ivanka Trump, dóttir Donald Trump og eiginkona Kushner, fyrir þremur vikum að ferli hans hefði ekki verið frábrugðið öðrum. Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, var spurð að því í gær af hverju minnisblöðin væru ekki í takt við yfirlýsingar Trump, Ivönku og lögmanns Kushner. Hún svaraði á þá leið að Hvíta húsið tjáði sig ekki um öryggisheimildir. Washington Post hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Kushner og Ivanka hafa þrýst á Trump að útvega Kushner öryggisheimild. Í kjölfar þess hafi Trump skipað Kelly að ganga frá því.Þegar embættismenn eiga að fá öryggisheimild framkvæma starfsmenn FBI og annarra stofnanna bakgrunnsskoðun á viðkomandi aðila. Sú skoðun á Kushner tók rúmt ár og gekk Hvíta húsinu illa að útskýra af hverju.Flókin viðskiptatengsl og skuldir vöktu áhyggjur Ekki liggur nákvæmlega fyrir af hverju starfsmenn öryggisstofnanna hafa áhyggjur en samkvæmt heimildum NYT snýr það að viðskiptatengslum Kusnher í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu og Rússlandi.Sjá einnig: Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Þegar kosningabaráttan stóð yfir árið 2016 var Kushner meðal starfsmanna Trump sem hittu rússneskan lögfræðing á fundi sem boðað var til með þeim formerkjum að lögfræðingurinn ætlaði að veita þeim upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að Trump var kjörinn og áður en hann tók við embætti fundaði Kushner með Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og forstjóra rússnesks banka. Þegar Kushner sótti um öryggisheimild sagði hann ekki frá þeim fundum. Þá hafa leyniþjónustur Bandaríkjanna hlerað erlenda embættismenn ræða hvernig þeir geti notað viðskiptatengsl Kushner, fjárhagsvandræði hans og skort á reynslu í milliríkjasamskiptum til að hafa áhrif á Kushner og ráðskast með hann. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa opinberað að nefndin hafi opnað rannsókn varðandi öryggisheimild Kushner og hafi krafist gagna frá Hvíta húsinu vegna þessa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30 Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Rannsóknin virðist beinast að því hvort að nefndin hafi verið notuð til auðgunar fyrirtækja Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2019 11:38 Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Sérfræðingar í siðfræði hafa áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstrum dóttur og tengdasonar Bandaríkjaforseta. 12. júní 2018 08:33 Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. Það gerði hann í fyrra þrátt fyrir að starfsmenn öryggisstofnanna og lögmaður Hvíta hússins höfðu lýst yfir áhyggju um mögulega öryggisheimild hans. Þá hefur Trump sjálfur sagt ósatt um að hafa komið að veitingu öryggisheimildarinnar. New York Times hefur komið höndum yfir minnisblað sem John Kelly skrifaði eftir ákvörðun Trump í mái í fyrra. Þar tók hann sérstaklega fram að honum hefði verið skipað að veita Kushner öryggisheimild. Donald F. McGahn, þáverandi lögmaður Hvíta hússins, skrifaði einnig minnisblað þar listaði áhyggjur sínar og Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA; vegna Kushner. Hann skrifaði einnig að hann hefði lagt til að Kushner fengi ekki öryggisheimild og þannig aðgang að leynilegum upplýsingum.Lögum samkvæmt hefur forseti Bandaríkjanna heimild til að veita aðilum öryggisheimildir en þrátt fyrir það virðist sem að Trump, Ivanka og fleiri hafi satt ósatt um aðkomu forsetans að málinu.John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.EPA/MICHAEL REYNOLDSÍ viðtali við NYT í janúar sagði Trump að hann hefði ekki komið að því að Kushner hefði fengið öryggisheimild. Lögmaður Kushner sagði þá einnig að hann hefði farið í gegnum sama ferli og allir aðrir. Þá sagði Ivanka Trump, dóttir Donald Trump og eiginkona Kushner, fyrir þremur vikum að ferli hans hefði ekki verið frábrugðið öðrum. Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, var spurð að því í gær af hverju minnisblöðin væru ekki í takt við yfirlýsingar Trump, Ivönku og lögmanns Kushner. Hún svaraði á þá leið að Hvíta húsið tjáði sig ekki um öryggisheimildir. Washington Post hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Kushner og Ivanka hafa þrýst á Trump að útvega Kushner öryggisheimild. Í kjölfar þess hafi Trump skipað Kelly að ganga frá því.Þegar embættismenn eiga að fá öryggisheimild framkvæma starfsmenn FBI og annarra stofnanna bakgrunnsskoðun á viðkomandi aðila. Sú skoðun á Kushner tók rúmt ár og gekk Hvíta húsinu illa að útskýra af hverju.Flókin viðskiptatengsl og skuldir vöktu áhyggjur Ekki liggur nákvæmlega fyrir af hverju starfsmenn öryggisstofnanna hafa áhyggjur en samkvæmt heimildum NYT snýr það að viðskiptatengslum Kusnher í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu og Rússlandi.Sjá einnig: Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Þegar kosningabaráttan stóð yfir árið 2016 var Kushner meðal starfsmanna Trump sem hittu rússneskan lögfræðing á fundi sem boðað var til með þeim formerkjum að lögfræðingurinn ætlaði að veita þeim upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að Trump var kjörinn og áður en hann tók við embætti fundaði Kushner með Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og forstjóra rússnesks banka. Þegar Kushner sótti um öryggisheimild sagði hann ekki frá þeim fundum. Þá hafa leyniþjónustur Bandaríkjanna hlerað erlenda embættismenn ræða hvernig þeir geti notað viðskiptatengsl Kushner, fjárhagsvandræði hans og skort á reynslu í milliríkjasamskiptum til að hafa áhrif á Kushner og ráðskast með hann. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa opinberað að nefndin hafi opnað rannsókn varðandi öryggisheimild Kushner og hafi krafist gagna frá Hvíta húsinu vegna þessa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30 Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Rannsóknin virðist beinast að því hvort að nefndin hafi verið notuð til auðgunar fyrirtækja Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2019 11:38 Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Sérfræðingar í siðfræði hafa áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstrum dóttur og tengdasonar Bandaríkjaforseta. 12. júní 2018 08:33 Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Rannsóknin virðist beinast að því hvort að nefndin hafi verið notuð til auðgunar fyrirtækja Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2019 11:38
Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Sérfræðingar í siðfræði hafa áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstrum dóttur og tengdasonar Bandaríkjaforseta. 12. júní 2018 08:33
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00