Katrín Tanja æfði með þeim bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 11:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með þeim Mathew Fraser og Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með konunni sem tók af henni titilinn og hefur ekki látið hann af hendi síðan. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með þeim tveimur bestu í heimi á síðustu dögum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera komin snemma inn á leikana og fá því nægan tíma til að undirbúa sig fyrir átökin í ágúst. Katrín Tanja Davíðsdóttir þarf ekki að hafa lengur áhyggjur af því að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í ágúst.Hún tryggði sér farseðilinn með frábærri frammistöðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði heimsleikana annað árið í röð í ágúst í fyrra. Fraser var meira að segja að vinna leikana þriðja árið í röð. Katrín Tanja birti mynd af þeim þremur saman á Instagram-síðu sinni. Sama gerði Tia-Clair Toomey á Instagram síðu sinni. „Það er aldrei leiðinlegt að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. Þau eru eins og Katrín Tanja búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Mathew Fraser vann Dúbaí mótið í desember en Tia-Clair Toomey vann Wodapalooza á Miami í Bandaríkjunum í janúar. „Í góðum félagsskap. Svo gaman að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Katrín Tanja vann heimsleikana 2015 og 2016 en á báðum þeim leikum varð Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann titilinn í fyrsta sinn haustið 2017 og varði síðan titilinn í fyrra. Toomey hefur sýnt mikinn styrk með því að vera í tveimur efstu sætunum fjögur ár í röð og er aftur líkleg til afreka í ár. Tia-Clair Toomey fékk 1154 stig á leikunum í fyrra eða 134 stigum meira en Katrín Tanja sem varð í þriðja sætið. Toomey vann nauman sigur 2017 en hafði talsverða yfirburði í fyrra. Mathew Fraser hefur verið algjör yfirburðamaður hjá körlunum síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslur þeirra Katrínar Tönju og Tiu-Clair Toomey. View this post on InstagramIn good company &&&& by good, I mean really freakin FIT! Such a fun time training with these two. #RYouRogue A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 28, 2019 at 11:36am PST View this post on InstagramTraining is never boring with these 2. @mathewfras @katrintanja #seriousface #training #strongwomen #arnoldclassic #ryourogue #roguefitness #columbusohio #enjoythejourney #fitness #crossfit #strongman #trustintheprocess #wintheday #intheopen #powerlifting #weightlifting #bepresent A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Feb 28, 2019 at 6:14pm PST View this post on InstagramWe are happy to report @dan_bailey9 and @okeefmr successfully made it through 19.2 safe and sound. - The best cheer squad! #ryourogue @roguefitness A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Mar 2, 2019 at 2:38pm PST CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með konunni sem tók af henni titilinn og hefur ekki látið hann af hendi síðan. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með þeim tveimur bestu í heimi á síðustu dögum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera komin snemma inn á leikana og fá því nægan tíma til að undirbúa sig fyrir átökin í ágúst. Katrín Tanja Davíðsdóttir þarf ekki að hafa lengur áhyggjur af því að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í ágúst.Hún tryggði sér farseðilinn með frábærri frammistöðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði heimsleikana annað árið í röð í ágúst í fyrra. Fraser var meira að segja að vinna leikana þriðja árið í röð. Katrín Tanja birti mynd af þeim þremur saman á Instagram-síðu sinni. Sama gerði Tia-Clair Toomey á Instagram síðu sinni. „Það er aldrei leiðinlegt að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. Þau eru eins og Katrín Tanja búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Mathew Fraser vann Dúbaí mótið í desember en Tia-Clair Toomey vann Wodapalooza á Miami í Bandaríkjunum í janúar. „Í góðum félagsskap. Svo gaman að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Katrín Tanja vann heimsleikana 2015 og 2016 en á báðum þeim leikum varð Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann titilinn í fyrsta sinn haustið 2017 og varði síðan titilinn í fyrra. Toomey hefur sýnt mikinn styrk með því að vera í tveimur efstu sætunum fjögur ár í röð og er aftur líkleg til afreka í ár. Tia-Clair Toomey fékk 1154 stig á leikunum í fyrra eða 134 stigum meira en Katrín Tanja sem varð í þriðja sætið. Toomey vann nauman sigur 2017 en hafði talsverða yfirburði í fyrra. Mathew Fraser hefur verið algjör yfirburðamaður hjá körlunum síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslur þeirra Katrínar Tönju og Tiu-Clair Toomey. View this post on InstagramIn good company &&&& by good, I mean really freakin FIT! Such a fun time training with these two. #RYouRogue A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 28, 2019 at 11:36am PST View this post on InstagramTraining is never boring with these 2. @mathewfras @katrintanja #seriousface #training #strongwomen #arnoldclassic #ryourogue #roguefitness #columbusohio #enjoythejourney #fitness #crossfit #strongman #trustintheprocess #wintheday #intheopen #powerlifting #weightlifting #bepresent A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Feb 28, 2019 at 6:14pm PST View this post on InstagramWe are happy to report @dan_bailey9 and @okeefmr successfully made it through 19.2 safe and sound. - The best cheer squad! #ryourogue @roguefitness A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Mar 2, 2019 at 2:38pm PST
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira