Sjö nýir starfsmenn hjá ORF líftækni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:30 Xue Meng, Svava K. Guðjónsdóttir, Steinn Hlíðar Jónsson, Helgi Már Magnússon, Gunnar Helgi Steindórsson, Brynja Sif Bjarnadóttir og Birna Gísladóttir. Mynd/Samsett ORF Líftækni hf. hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins erlendis og hér heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.Gunnar Helgi Steindórsson fer í nýtt starf sem verkefnastjóri í viðskiptaþróun og greiningum á Viðskiptaþróunarsviði.Gunnar er menntaður viðskiptafræðingur og flytur heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir bandaríska starfsemi Kern AG. Áður en Gunnar tók við starfi sölu- og markaðsstjóra sinnti hann hlutverki verkefnastjóra í viðskipta- og vöruþróun hjá sama fyrirtæki.Helgi Már Magnússon mun taka við starfi alþjóðlegs viðskiptastjóra á Sölusviði. Helgi flytur heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri í sölu- og markaðsdeild Kerecis. Áður en hann fluttist til Bandaríkjanna vann hann sem viðskiptastjóri hjá Greitt ehf. og þar á undan sem framkvæmdastjóri auglýsingadeildar hjá Sagafilm. Helgi er menntaður í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.Birna Gísladóttir, viðskiptafræðingur, tekur við starfi sölufulltrúa á Sölusviði. Undanfarin ár hefur Birna starfað sem flugfreyja hjá Icelandair, en þess fyrir utan starfaði hún um árabil einnig sem sölu- og markaðsfulltrúi hjá IceCare.Xue Meng, lögfræðingur, fer í nýtt starf sem sölu- og lagafulltrúi á Sölusviði. Xue Meng hefur síðustu ár verið í námi auk þess að sinna verkefnum í Shanghai í Kína fyrir fyrirtæki á borð við Exxon Mobil Corporation, Asia Institute of Art & Finance og Fanstang Entertainment Co.Ltd. Brynja Sif Bjarnadóttir tekur við nýju starfi sem aðstoðarmaður á rannsóknastofu á Rannsókna- og nýsköpunarsviði. Brynja Sif er lyfjatæknir og starfaði um árabil á rannsóknastofu Actavis, en þar á undan hjá Apóteki Landspítalans.Svava K. Guðjónsdóttir hefur hafið störf við framleiðslu BIOEFFECT húðvara á Framleiðslusviði. Undanfarin ár hefur Svava rekið sína eigin heildsölu. Þar á undan starfaði hún hjá heildsölunni Stúdíó Vík við sölu, innkaup, lagerhald og almenn skrifstofustörf.Steinn Hlíðar Jónsson hefur hafið störf sem tæknimaður í tækja- og eignaumsýslu á Framleiðslusviði. Steinn Hlíðar er menntaður vélvirki, með burtfararpróf í rennismíði og hefur meirapróf. Hann var um árabil umsjónarmaður Músik og Mótor hjá Hafnarfjarðarbæ, en síðustu tvö ár var hann umsjónarmaður verkfæra hjá WOW Air. ORF Líftækni framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru seldar í um 28 löndum. ORF líftækni hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 70 manns, að því er fram kemur í tilkynningu. Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
ORF Líftækni hf. hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins erlendis og hér heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.Gunnar Helgi Steindórsson fer í nýtt starf sem verkefnastjóri í viðskiptaþróun og greiningum á Viðskiptaþróunarsviði.Gunnar er menntaður viðskiptafræðingur og flytur heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir bandaríska starfsemi Kern AG. Áður en Gunnar tók við starfi sölu- og markaðsstjóra sinnti hann hlutverki verkefnastjóra í viðskipta- og vöruþróun hjá sama fyrirtæki.Helgi Már Magnússon mun taka við starfi alþjóðlegs viðskiptastjóra á Sölusviði. Helgi flytur heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri í sölu- og markaðsdeild Kerecis. Áður en hann fluttist til Bandaríkjanna vann hann sem viðskiptastjóri hjá Greitt ehf. og þar á undan sem framkvæmdastjóri auglýsingadeildar hjá Sagafilm. Helgi er menntaður í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.Birna Gísladóttir, viðskiptafræðingur, tekur við starfi sölufulltrúa á Sölusviði. Undanfarin ár hefur Birna starfað sem flugfreyja hjá Icelandair, en þess fyrir utan starfaði hún um árabil einnig sem sölu- og markaðsfulltrúi hjá IceCare.Xue Meng, lögfræðingur, fer í nýtt starf sem sölu- og lagafulltrúi á Sölusviði. Xue Meng hefur síðustu ár verið í námi auk þess að sinna verkefnum í Shanghai í Kína fyrir fyrirtæki á borð við Exxon Mobil Corporation, Asia Institute of Art & Finance og Fanstang Entertainment Co.Ltd. Brynja Sif Bjarnadóttir tekur við nýju starfi sem aðstoðarmaður á rannsóknastofu á Rannsókna- og nýsköpunarsviði. Brynja Sif er lyfjatæknir og starfaði um árabil á rannsóknastofu Actavis, en þar á undan hjá Apóteki Landspítalans.Svava K. Guðjónsdóttir hefur hafið störf við framleiðslu BIOEFFECT húðvara á Framleiðslusviði. Undanfarin ár hefur Svava rekið sína eigin heildsölu. Þar á undan starfaði hún hjá heildsölunni Stúdíó Vík við sölu, innkaup, lagerhald og almenn skrifstofustörf.Steinn Hlíðar Jónsson hefur hafið störf sem tæknimaður í tækja- og eignaumsýslu á Framleiðslusviði. Steinn Hlíðar er menntaður vélvirki, með burtfararpróf í rennismíði og hefur meirapróf. Hann var um árabil umsjónarmaður Músik og Mótor hjá Hafnarfjarðarbæ, en síðustu tvö ár var hann umsjónarmaður verkfæra hjá WOW Air. ORF Líftækni framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru seldar í um 28 löndum. ORF líftækni hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 70 manns, að því er fram kemur í tilkynningu.
Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira