Átta starfsmenn borgarinnar verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum á síðustu 12 mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. mars 2019 18:30 Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir. Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir.
Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?