Andvaraleysi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun