Andvaraleysi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun