Leikjafræði Haukur Örn Birgisson skrifar 5. mars 2019 07:00 Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar