Leikjafræði Haukur Örn Birgisson skrifar 5. mars 2019 07:00 Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun